Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 5. apríl 2025 18:00 Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar