Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun