Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:00 Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun