„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skóm Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“ Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“
Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira