Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2025 10:45 Boltinn rúllar á Fótbolti.net. Mate (fyrir miðju) með Magnús Má Einarssyni (til vinstri) og Hafliða Breiðfjörð (til hægri). Daníel Rúnarsson Hópur knattspyrnuáhugamanna leiddur af Mate Dalmay hefur gengið frá kaupum á félaginu Fótbolti ehf., sem á og rekur hina vinsælu vefsíðu Fótbolti.net. Kaupverðið er trúnaðarmál. Hafliði Breiðfjörð skilur við vefinn sem hann stofnaði fyrir 23 árum. Hann segist ekki verða ríkur af sölunni. Hafliði hefur gegnt lykilhlutverki í þróun og vexti Fótbolti.net frá því hann stofnaði vefinn árið 2002. Hann átti 95 prósenta hlut í vefnum á móti knattspyrnuþjálfaranum Magnúsi Má Einarssyni sem einnig seldi sinn hlut. Mate, sem hefur starfað við auglýsingasölu hjá vefnum í fimmtán ár, verður framkvæmdastjóri og eignast meirihluta í félaginu en auk hans eignast fjórir til viðbótar hlut í félaginu. Hann segir kaupin tákna mikla trú á framtíð Fótbolti.net og mikilvægi miðilsins í íslensku íþróttalífi. Halda sig við fótboltann „Fótbolti.net hefur verið ómetanlegur vettvangur fyrir fótboltaáhugafólk á Íslandi. Við ætlum að halda áfram því góða starfi sem þegar hefur verið unnið, styðja við ritstjórnina og þróa miðilinn enn frekar með nýjum tæknilausnum og efni,“ segir Mate. Hann á ekki von á neinum stórum breytingum einn, tveir og þrír. Lögð verði áhersla á að sinna hverjum einasta leik í efstu tveimur deildunum hér heima, elta landsliðin út um allt og vera leiðandi í allri umfjöllun um knattspyrnu. „Það er vika í að allt fari á fullt í íslenskum fótbolta. Við erum að setja okkur í stellingar,“ segir Mate. Hann er mikill körfuboltasérfræðingur og þjálfað íþróttinni undanfarin ár. Hann segir körfuboltann ekkert munu bætast við umfjöllun miðilsins. „Nei, við erum bara fotbolti.net. Ætlum ekki að víkka okkur út í aðrar boltaíþróttir.“ Umfjöllun um íþróttir skipti máli Hann er mjög spenntur fyrir nýja starfinu. „Mér finnst þetta vera draumagigg því ég elska bæði íþróttir og fjölmiðla,“ segir Mate. Sjálfur hafi hann gaman af því að mæta í viðtöl, taka þátt í umræðu og segir mikilvægt að huga vel að umfjöllun um íþróttir. Hann á ekki von á að standa í körfuboltaþjálfun samliða en útilokar ekkert. „Menn mega alveg hringja og taka fund en það þarf að vera mjög spennandi á þessum tímapunkti.“ Mate þjálfaði meðal annars karlalið Hauka í körfubolta.Vísir/Diego Stofnandi vefsins Hafliði Breiðfjörð hefur gegnt lykilhlutverki í þróun og vexti Fótbolti.net frá upphafi. Honum er þakkað fyrir sín brautryðjendastörf og ómetanlegt framlag til íslenskrar knattspyrnuumfjöllunar undanfarin 23 ár. Með elju sinni, hugsjón og fagmennsku hafi hann markað djúp spor í íslenska fótboltasögu og skapað vettvang sem hafi sameinað knattspyrnuáhugamenn um land allt. Magnúsi Má eru sömuleiðis færðar þakkir fyrir frábær störf fyrir vefinn. Daníel verður stjórnarformaður „Með kaupunum er tryggt að Fótbolti.net heldur áfram sem sjálfstæður og öflugur miðill, þar sem fagmennska, áreiðanleiki og ástríða fyrir fótbolta eru í forgrunni. Núverandi starfsfólk heldur áfram störfum og verður breytingin því hnökralaus fyrir notendur vefsins,“ segir í tilkynningu. Daníel Rúnarsson er meðal annarra eigenda og verður nýr stjórnarformaður. „Fótbolti.net hefur um árabil verið ein helsta upplýsingaveita landsins fyrir allt sem við kemur fótbolta, með ítarlegum leikjalýsingum, fréttaflutningi, viðtölum og greiningum. Nýir eigendur hyggjast styrkja þessa stöðu enn frekar á komandi misserum,“ segir Daníel. Hann hefur tengst vefnum með ýmsu móti frá árinu 2005, fyrst sem ljósmyndari og síðar hönnuður og ráðgjafi. Hafliði ekki að verða ríkur Hafliði Breiðfjörð kveður Fótbolta.net og segir frábæran tíma að baki. Hann hafi verið að skoða möguleikann á sölu undanfarin þrjú ár og lagt áherslu á að setja það í góðar hendur. „Mér er svo annt um að fyrirtækinu gangi vel og starfsfólkið verði áfram í góðum höndum. Svo ég ákvað að ana ekki út í neitt,“ segir Hafliði. Hann hafi fengið ýmis tilboð en magatilfinningin hafi sagt honum að þessi nýi eigendahópur væri sá rétti. Þeir Mate hafa starfað saman í 15 ár hjá Fótbolta.net og svo þekkir Hafliði Daníel vel. Hafliði Breiðfjörð með myndavélina. Hann hefur gefið stórmótum í handbolta gaum undanfarin ár og myndað fyrir handbolti.is.Vísir/vilhelm Aðspurður segir Hafliði að kaupverðið sé trúnaðarmál. Hann sé ekki að verða ríkur. Hann hefur reglulega hvatt fólk til að finna sér starf sem það elski, því þá þurfi það aldrei aftur að vinna. Þannig hafi það verið hjá Fótbolti.net. „Ég mun örugglega ljósmynda íþróttir áfram, koma að skrifum. Það er áhugamálið mitt, íþróttafréttamennska og íþróttaljósmyndun.“ Einbeitir sér að sjálfum sér Ástæðan fyrir sölunni sé ákveðin þreyta. Hann hafi verið með fólk í vinnu undanfarin þrjátíu ár og því fylgi erill og áhyggjur sem hann hafi verið tilbúin að losna við. „Ég vil geta hugsað um sjálfan mig en ekki aðra alla daga,“ segir Hafliði. Hann ætli að einbeita sér að sjálfum sér fram á haust, koma sér í betra stand og er sannfærður um að eitthvað komi til hans með haustinu. „Ég get gert allt og er ekki yfir neitt hafinn.“ Hann muni poppa upp einhvers staðar þar sem enginn eigi von á. Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hafliði hefur gegnt lykilhlutverki í þróun og vexti Fótbolti.net frá því hann stofnaði vefinn árið 2002. Hann átti 95 prósenta hlut í vefnum á móti knattspyrnuþjálfaranum Magnúsi Má Einarssyni sem einnig seldi sinn hlut. Mate, sem hefur starfað við auglýsingasölu hjá vefnum í fimmtán ár, verður framkvæmdastjóri og eignast meirihluta í félaginu en auk hans eignast fjórir til viðbótar hlut í félaginu. Hann segir kaupin tákna mikla trú á framtíð Fótbolti.net og mikilvægi miðilsins í íslensku íþróttalífi. Halda sig við fótboltann „Fótbolti.net hefur verið ómetanlegur vettvangur fyrir fótboltaáhugafólk á Íslandi. Við ætlum að halda áfram því góða starfi sem þegar hefur verið unnið, styðja við ritstjórnina og þróa miðilinn enn frekar með nýjum tæknilausnum og efni,“ segir Mate. Hann á ekki von á neinum stórum breytingum einn, tveir og þrír. Lögð verði áhersla á að sinna hverjum einasta leik í efstu tveimur deildunum hér heima, elta landsliðin út um allt og vera leiðandi í allri umfjöllun um knattspyrnu. „Það er vika í að allt fari á fullt í íslenskum fótbolta. Við erum að setja okkur í stellingar,“ segir Mate. Hann er mikill körfuboltasérfræðingur og þjálfað íþróttinni undanfarin ár. Hann segir körfuboltann ekkert munu bætast við umfjöllun miðilsins. „Nei, við erum bara fotbolti.net. Ætlum ekki að víkka okkur út í aðrar boltaíþróttir.“ Umfjöllun um íþróttir skipti máli Hann er mjög spenntur fyrir nýja starfinu. „Mér finnst þetta vera draumagigg því ég elska bæði íþróttir og fjölmiðla,“ segir Mate. Sjálfur hafi hann gaman af því að mæta í viðtöl, taka þátt í umræðu og segir mikilvægt að huga vel að umfjöllun um íþróttir. Hann á ekki von á að standa í körfuboltaþjálfun samliða en útilokar ekkert. „Menn mega alveg hringja og taka fund en það þarf að vera mjög spennandi á þessum tímapunkti.“ Mate þjálfaði meðal annars karlalið Hauka í körfubolta.Vísir/Diego Stofnandi vefsins Hafliði Breiðfjörð hefur gegnt lykilhlutverki í þróun og vexti Fótbolti.net frá upphafi. Honum er þakkað fyrir sín brautryðjendastörf og ómetanlegt framlag til íslenskrar knattspyrnuumfjöllunar undanfarin 23 ár. Með elju sinni, hugsjón og fagmennsku hafi hann markað djúp spor í íslenska fótboltasögu og skapað vettvang sem hafi sameinað knattspyrnuáhugamenn um land allt. Magnúsi Má eru sömuleiðis færðar þakkir fyrir frábær störf fyrir vefinn. Daníel verður stjórnarformaður „Með kaupunum er tryggt að Fótbolti.net heldur áfram sem sjálfstæður og öflugur miðill, þar sem fagmennska, áreiðanleiki og ástríða fyrir fótbolta eru í forgrunni. Núverandi starfsfólk heldur áfram störfum og verður breytingin því hnökralaus fyrir notendur vefsins,“ segir í tilkynningu. Daníel Rúnarsson er meðal annarra eigenda og verður nýr stjórnarformaður. „Fótbolti.net hefur um árabil verið ein helsta upplýsingaveita landsins fyrir allt sem við kemur fótbolta, með ítarlegum leikjalýsingum, fréttaflutningi, viðtölum og greiningum. Nýir eigendur hyggjast styrkja þessa stöðu enn frekar á komandi misserum,“ segir Daníel. Hann hefur tengst vefnum með ýmsu móti frá árinu 2005, fyrst sem ljósmyndari og síðar hönnuður og ráðgjafi. Hafliði ekki að verða ríkur Hafliði Breiðfjörð kveður Fótbolta.net og segir frábæran tíma að baki. Hann hafi verið að skoða möguleikann á sölu undanfarin þrjú ár og lagt áherslu á að setja það í góðar hendur. „Mér er svo annt um að fyrirtækinu gangi vel og starfsfólkið verði áfram í góðum höndum. Svo ég ákvað að ana ekki út í neitt,“ segir Hafliði. Hann hafi fengið ýmis tilboð en magatilfinningin hafi sagt honum að þessi nýi eigendahópur væri sá rétti. Þeir Mate hafa starfað saman í 15 ár hjá Fótbolta.net og svo þekkir Hafliði Daníel vel. Hafliði Breiðfjörð með myndavélina. Hann hefur gefið stórmótum í handbolta gaum undanfarin ár og myndað fyrir handbolti.is.Vísir/vilhelm Aðspurður segir Hafliði að kaupverðið sé trúnaðarmál. Hann sé ekki að verða ríkur. Hann hefur reglulega hvatt fólk til að finna sér starf sem það elski, því þá þurfi það aldrei aftur að vinna. Þannig hafi það verið hjá Fótbolti.net. „Ég mun örugglega ljósmynda íþróttir áfram, koma að skrifum. Það er áhugamálið mitt, íþróttafréttamennska og íþróttaljósmyndun.“ Einbeitir sér að sjálfum sér Ástæðan fyrir sölunni sé ákveðin þreyta. Hann hafi verið með fólk í vinnu undanfarin þrjátíu ár og því fylgi erill og áhyggjur sem hann hafi verið tilbúin að losna við. „Ég vil geta hugsað um sjálfan mig en ekki aðra alla daga,“ segir Hafliði. Hann ætli að einbeita sér að sjálfum sér fram á haust, koma sér í betra stand og er sannfærður um að eitthvað komi til hans með haustinu. „Ég get gert allt og er ekki yfir neitt hafinn.“ Hann muni poppa upp einhvers staðar þar sem enginn eigi von á.
Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira