Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 18:42 Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. Vísir/Vilhelm Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir. Framlegð, það er mismunur á tekjum og kostnaði fyrirtækisins, jókst á sex mánaða tímabilinu. Mældist framlegðarhlutfall nú 24,5 prósent samanborið við 21,7 prósent á sama tímabili í fyrra. Fyrri helmingur rekstrarársins og umrætt tímabil nær yfir 1. mars til 31. ágúst 2025. Hagnaður Haga nam 3,7 prósent af veltu á fyrri helmingi rekstrarársins en var 2,8 prósent í fyrra. Eigið fé Haga nam 39.302 milljónum króna í lok ágúst og var eiginfjárhlutfall 36,3 prósent. Færeyska verslunarkeðjan SMS varð hluti af samstæðu Haga á fjórða ársfjórðungi 2024/25 og hefur áhrif á samanburðartölur. Til að mynda mælist framlegðarhlutfall á öðrum ársfjórðungi 24,8 prósent og hækkaði um 3,0 prósentustig á fjórðungnum en nemur 23,9 prósent án áhrifa SMS. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Rekstur Olís og SMS gengið vel Stjórnendur Haga segja að sterk afkoma sé einkum tilkomin vegna góðs reksturs Olís en einnig hafi rekstur SMS í Færeyjum gengið vel og eftirspurn á dagvörumarkaði verið kröftug. Vegna góðs gengis var afkomuspá stjórnenda fyrir allt rekstrarárið 2025/26 hækkuð um milljarð króna í september og gerir hún ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði á bilinu 17.000 til 17.500 milljónir króna. Greint er frá þessu í tilkynningu Haga til Kauphallar. Þar segir að heimsóknum í dagvöruverslanir Bónuss og Hagkaups hafi fjölgað um tæp 5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þá hafi seldum eldsneytislítrum hjá Olís fækkað um 2 prósent. Vörusala aukist um ellefu prósent Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu til Kauphallar að vörusala Haga á öðrum ársfjórðungi hafi aukist um um 11,2 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og numið 51.817 milljónum króna. Þá hafi verið töluverð aukning í framlegð, EBITDA og hagnaði. „Rekstur gekk vel á fjórðungnum en í samanburði við fyrra ár er mikilvægt að horfa til þess að SMS í Færeyjum er nú hluti af samstæðu Haga, sem og til þess að heimsmarkaðsverð olíu lækkaði á milli ára.“ Viðskiptavinum sem heimsæki dagvöruverslanir félagsins haldi áfram að fjölga og seldum stykkjum einnig. Umsvif Bónus aukist milli ára og tekjuaukning og fjölgun viðskiptavina mælist hjá Hagkaup. „Rekstur Olís gekk vel á sumarmánuðum og styrktist afkoma umtalsvert á milli ára. Tekjur voru 14,1 ma. kr. og drógust saman um tæp 5%, sem skýrist aðallega af lækkun á heimsmarkaðsverði olíu miðað við fyrra ár, en selt magn til stórnotenda dróst einnig lítillega saman.“ Viðskiptavinum Hagkaups fjölgaði á tímabilinu, að sögn stjórnenda. Vísir/Vilhelm Boðar vildarkerfi Finnur segir uppgang í starfsemi SMS í Færeyjum, meðal annars í dagvöruverslun og rekstri veitingastaða. Tekjur hafi aukist umtalsvert milli ára og afkoma verið vel umfram áætlanir. Þá boðar Finnur tilkomu vildarkerfis Haga. „Til framtíðar er gert ráð fyrir því að vildarkerfi Haga skapi undirstöðu til að veita viðskiptavinum fjölbreytta og bætta þjónustu á vettvangi Haga og samstarfsaðila.“ Finnur bætir við að ákveðinn árangur hafi náðst í lækkun á vöruverði Bónus fyrri helmingi rekstrarársins. Þrátt fyrir það sé matarverðbólga enn of há. „Við treystum því að birgjar okkar gæti sérstaks aðhalds í verðhækkunum og um leið vonumst við til þess að stjórnvöld stuðli að stöðugleika og jafnvel lækkun verðlags á dagvöru.“ „Heilt yfir erum við ánægð með þróun samstæðu Haga þar sem áherslan síðustu tæp tvö ár hefur annars vegar verið á skilvirkni í rekstri og hins vegar á uppbyggingu nýrra stoða og tekjustrauma innan núverandi rekstrar. Góð byrjun á yfirstandandi rekstrarári endurspeglar að okkur miðar vel, afkoma er umfram áætlanir og við sjáum tækifæri til að styrkja starfsemi og rekstur enn frekar. Hagar búa að traustum fjárhag, öflugum rekstrarfélögum og frábæru starfsfólki sem leggur sig fram um að bæta lífskjör fjölda viðskiptavina sem sýna rekstrarfélögum okkar hollustu á hverjum degi. Þess vegna er staða Haga sterk og horfur í rekstri góðar,“ segir Finnur að lokum. Hagar Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Framlegð, það er mismunur á tekjum og kostnaði fyrirtækisins, jókst á sex mánaða tímabilinu. Mældist framlegðarhlutfall nú 24,5 prósent samanborið við 21,7 prósent á sama tímabili í fyrra. Fyrri helmingur rekstrarársins og umrætt tímabil nær yfir 1. mars til 31. ágúst 2025. Hagnaður Haga nam 3,7 prósent af veltu á fyrri helmingi rekstrarársins en var 2,8 prósent í fyrra. Eigið fé Haga nam 39.302 milljónum króna í lok ágúst og var eiginfjárhlutfall 36,3 prósent. Færeyska verslunarkeðjan SMS varð hluti af samstæðu Haga á fjórða ársfjórðungi 2024/25 og hefur áhrif á samanburðartölur. Til að mynda mælist framlegðarhlutfall á öðrum ársfjórðungi 24,8 prósent og hækkaði um 3,0 prósentustig á fjórðungnum en nemur 23,9 prósent án áhrifa SMS. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Rekstur Olís og SMS gengið vel Stjórnendur Haga segja að sterk afkoma sé einkum tilkomin vegna góðs reksturs Olís en einnig hafi rekstur SMS í Færeyjum gengið vel og eftirspurn á dagvörumarkaði verið kröftug. Vegna góðs gengis var afkomuspá stjórnenda fyrir allt rekstrarárið 2025/26 hækkuð um milljarð króna í september og gerir hún ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði á bilinu 17.000 til 17.500 milljónir króna. Greint er frá þessu í tilkynningu Haga til Kauphallar. Þar segir að heimsóknum í dagvöruverslanir Bónuss og Hagkaups hafi fjölgað um tæp 5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þá hafi seldum eldsneytislítrum hjá Olís fækkað um 2 prósent. Vörusala aukist um ellefu prósent Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu til Kauphallar að vörusala Haga á öðrum ársfjórðungi hafi aukist um um 11,2 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og numið 51.817 milljónum króna. Þá hafi verið töluverð aukning í framlegð, EBITDA og hagnaði. „Rekstur gekk vel á fjórðungnum en í samanburði við fyrra ár er mikilvægt að horfa til þess að SMS í Færeyjum er nú hluti af samstæðu Haga, sem og til þess að heimsmarkaðsverð olíu lækkaði á milli ára.“ Viðskiptavinum sem heimsæki dagvöruverslanir félagsins haldi áfram að fjölga og seldum stykkjum einnig. Umsvif Bónus aukist milli ára og tekjuaukning og fjölgun viðskiptavina mælist hjá Hagkaup. „Rekstur Olís gekk vel á sumarmánuðum og styrktist afkoma umtalsvert á milli ára. Tekjur voru 14,1 ma. kr. og drógust saman um tæp 5%, sem skýrist aðallega af lækkun á heimsmarkaðsverði olíu miðað við fyrra ár, en selt magn til stórnotenda dróst einnig lítillega saman.“ Viðskiptavinum Hagkaups fjölgaði á tímabilinu, að sögn stjórnenda. Vísir/Vilhelm Boðar vildarkerfi Finnur segir uppgang í starfsemi SMS í Færeyjum, meðal annars í dagvöruverslun og rekstri veitingastaða. Tekjur hafi aukist umtalsvert milli ára og afkoma verið vel umfram áætlanir. Þá boðar Finnur tilkomu vildarkerfis Haga. „Til framtíðar er gert ráð fyrir því að vildarkerfi Haga skapi undirstöðu til að veita viðskiptavinum fjölbreytta og bætta þjónustu á vettvangi Haga og samstarfsaðila.“ Finnur bætir við að ákveðinn árangur hafi náðst í lækkun á vöruverði Bónus fyrri helmingi rekstrarársins. Þrátt fyrir það sé matarverðbólga enn of há. „Við treystum því að birgjar okkar gæti sérstaks aðhalds í verðhækkunum og um leið vonumst við til þess að stjórnvöld stuðli að stöðugleika og jafnvel lækkun verðlags á dagvöru.“ „Heilt yfir erum við ánægð með þróun samstæðu Haga þar sem áherslan síðustu tæp tvö ár hefur annars vegar verið á skilvirkni í rekstri og hins vegar á uppbyggingu nýrra stoða og tekjustrauma innan núverandi rekstrar. Góð byrjun á yfirstandandi rekstrarári endurspeglar að okkur miðar vel, afkoma er umfram áætlanir og við sjáum tækifæri til að styrkja starfsemi og rekstur enn frekar. Hagar búa að traustum fjárhag, öflugum rekstrarfélögum og frábæru starfsfólki sem leggur sig fram um að bæta lífskjör fjölda viðskiptavina sem sýna rekstrarfélögum okkar hollustu á hverjum degi. Þess vegna er staða Haga sterk og horfur í rekstri góðar,“ segir Finnur að lokum.
Hagar Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira