Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. október 2025 22:51 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. „Það kemur alltaf bakslag en hvort það verður að kreppu og djúpum vandræðum, það ræðst á endanum af því hvort það séu einhver bjargráð og undirliggjandi styrkleikar sem koma í veg fyrir að allt fari í skrúfuna,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur verið mikill titringur á mörkuðum undanfarið. Ef maður rýnir í það sem við erum vön að horfa til til að gefa vísbendingar um líkurnar á niðursveiflu þá skiptist það í tvö horn.“ Til að mynda sé hægt að líta til þróunar verðlags gulls og bakslag í rafmyntum sem bendi til bakslags en hins vegar séu vísar sem bendi ekki til yfirvofandi bakslags, líkt og virði kopars sem gefi vísbendingar um hvað iðnaðurinn sé að fara að gera. „Kopar, sem er stundum kallað doktor kopar því að verðþróun og verð á kopar virðist segja til um taktinn í heimskerfinu fram í tímann. Hann hefur haldið vel í sjó og frekar verið að sækja í sig veðrið undanfarið,“ segir hann. „Á meðan er gullið áhættu- og verðbólguvörn því gull ber enga ávöxtun en það hækkar í takti við verðtryggingu í heiminum og þykir gott til þess að verja sig fyrir verðsveiflum og verðbólgu.“ Jón Bjarki segir það jafnframt varhugavert að ráðleggja fólki að fara í slíkar fjárfestingar. Það sé klókt fyrir fólk sem vilji dreifa áhættunni að setja einhvern hlut af eignum sínum í sjóði sem fjárfesta í slíku. Hann útilokar ekki að eitthvert bakslag eða kreppa muni eiga sér stað og leiti stórir fjárfestar í áhættudreifingu. „Það gerir oft ekki boð á undan sér þegar svona skellir koma.“ Tortryggnari gagnvart Bandaríkjunum „Áhrif Bandaríkjanna eru ennþá mjög mikil, auðvitað stærsta hagkerfi heims og fjármálamarkaðurinn í Bandaríkjunum er ennþá stór hluti af alheimsmörkuðum því stærstu og verðmætustu fyrirtæki heims eru meira og minna skráð þar,“ segir Jón Bjarki. Hins vegar hafi nýlegar vendingar á milli Bandaríkjanna og Kína haft áhrif á markaðinn þarlendis. Nýverið boðuðu Kínverjar umfangsmiklar takmarkanir á útflutning sjaldgæfra málma, markaði sem þeir eru svo gott sem einráðir á, og þar af leiðandi boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti hundrað prósenta toll á vörur frá Kína. Jón Bjarki segir að það verði áhugavert að sjá hvernig fari úr því. „Yfir helgina hefur Tump svolítið mildað sinn tón en Kínverjarnir virðast standa fastir á sínu og það eykur óvissuna og sitt sýnist hverjum á mörkuðunum í dag um hvaða stefnu það viðskiptastríð muni taka.“ Markaðurinn sé þó almennt orðinn tortryggnari gagnvart bandaríska markaðinum sem hefur hingað til verið eins konar skjól. Efnahagsmál Bandaríkin Kína Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
„Það kemur alltaf bakslag en hvort það verður að kreppu og djúpum vandræðum, það ræðst á endanum af því hvort það séu einhver bjargráð og undirliggjandi styrkleikar sem koma í veg fyrir að allt fari í skrúfuna,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur verið mikill titringur á mörkuðum undanfarið. Ef maður rýnir í það sem við erum vön að horfa til til að gefa vísbendingar um líkurnar á niðursveiflu þá skiptist það í tvö horn.“ Til að mynda sé hægt að líta til þróunar verðlags gulls og bakslag í rafmyntum sem bendi til bakslags en hins vegar séu vísar sem bendi ekki til yfirvofandi bakslags, líkt og virði kopars sem gefi vísbendingar um hvað iðnaðurinn sé að fara að gera. „Kopar, sem er stundum kallað doktor kopar því að verðþróun og verð á kopar virðist segja til um taktinn í heimskerfinu fram í tímann. Hann hefur haldið vel í sjó og frekar verið að sækja í sig veðrið undanfarið,“ segir hann. „Á meðan er gullið áhættu- og verðbólguvörn því gull ber enga ávöxtun en það hækkar í takti við verðtryggingu í heiminum og þykir gott til þess að verja sig fyrir verðsveiflum og verðbólgu.“ Jón Bjarki segir það jafnframt varhugavert að ráðleggja fólki að fara í slíkar fjárfestingar. Það sé klókt fyrir fólk sem vilji dreifa áhættunni að setja einhvern hlut af eignum sínum í sjóði sem fjárfesta í slíku. Hann útilokar ekki að eitthvert bakslag eða kreppa muni eiga sér stað og leiti stórir fjárfestar í áhættudreifingu. „Það gerir oft ekki boð á undan sér þegar svona skellir koma.“ Tortryggnari gagnvart Bandaríkjunum „Áhrif Bandaríkjanna eru ennþá mjög mikil, auðvitað stærsta hagkerfi heims og fjármálamarkaðurinn í Bandaríkjunum er ennþá stór hluti af alheimsmörkuðum því stærstu og verðmætustu fyrirtæki heims eru meira og minna skráð þar,“ segir Jón Bjarki. Hins vegar hafi nýlegar vendingar á milli Bandaríkjanna og Kína haft áhrif á markaðinn þarlendis. Nýverið boðuðu Kínverjar umfangsmiklar takmarkanir á útflutning sjaldgæfra málma, markaði sem þeir eru svo gott sem einráðir á, og þar af leiðandi boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti hundrað prósenta toll á vörur frá Kína. Jón Bjarki segir að það verði áhugavert að sjá hvernig fari úr því. „Yfir helgina hefur Tump svolítið mildað sinn tón en Kínverjarnir virðast standa fastir á sínu og það eykur óvissuna og sitt sýnist hverjum á mörkuðunum í dag um hvaða stefnu það viðskiptastríð muni taka.“ Markaðurinn sé þó almennt orðinn tortryggnari gagnvart bandaríska markaðinum sem hefur hingað til verið eins konar skjól.
Efnahagsmál Bandaríkin Kína Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira