Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:35 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu. Dómur í máli tveggja lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30. Falli dómurinn lántakendunum í hag mun Íslandsbanki þurfa að greiða þeim nokkra tugi þúsunda króna en dómurinn verður fordæmisgefandi og mun því geta leitt til þess að þúsundir lántakenda krefji lánveitanda sinn um endurgreiðslu, auk þess sem þeir myndu þurfa að breyta skilmálum sínu. Þannig áætla Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn að tjón þeirra af því gæti numið samanlagt allt að sjötíu milljörðum króna. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður spurði Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort stjórnvöld væru búin undir niðurstöðu Hæstaréttar. „Já, við erum það. Það hefur verið farið yfir stöðu bankanna, þeir standa sterkt. Íslenskir bankar eru vel fjármagnaðir. Svo verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Við höfum sem sagt farið yfir hvora niðurstöðuna sem gæti komið,“ sagði hann. Bankarnir séu undirbúnir Hversu mikið áfall gæti þetta verið verði þetta bönkunum ekki í hag? „Þú getur auðvitað kallað þetta áfall en þetta yrðu væntanlega gleðifréttir fyrir lánþeganna. Það hleypur auðvitað á milljörðum en þeir eru meðvitaðir um það og hafa gert ráð fyrir því að það gæti farið þannig. En eins og ég segi, ég held að það sé óvarlegt að tjá sig fyrr en dómur fellur.“ Vilt þú eitthvað spá fyrir um málið? „Nei.“ Mikilvægt að neytendur geti skilið skilmála Þá segir Daði Már að sama hvernig fari sé almennt mjög mikilvægt að þeir samningar sem neytendum eru boðnir, hvort sem það eru lánasamningar eða aðrir samningar, séu þannig að neytendur séu geti skilið þá. „Ég held að lærdómurinn sem við þurfum að draga sé að það sé mjög mikilvægt að lán sem eru á breytilegum vöxtum, að þeir breytilegu vextir séu skiljanlegir og að neytendur séu í aðstöðu til þess að meta hver kostnaðurinn er.“ Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13. október 2025 12:06 Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. 23. september 2025 13:02 Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. 13. febrúar 2025 16:30 Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. 13. febrúar 2025 15:03 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Dómur í máli tveggja lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30. Falli dómurinn lántakendunum í hag mun Íslandsbanki þurfa að greiða þeim nokkra tugi þúsunda króna en dómurinn verður fordæmisgefandi og mun því geta leitt til þess að þúsundir lántakenda krefji lánveitanda sinn um endurgreiðslu, auk þess sem þeir myndu þurfa að breyta skilmálum sínu. Þannig áætla Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn að tjón þeirra af því gæti numið samanlagt allt að sjötíu milljörðum króna. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður spurði Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort stjórnvöld væru búin undir niðurstöðu Hæstaréttar. „Já, við erum það. Það hefur verið farið yfir stöðu bankanna, þeir standa sterkt. Íslenskir bankar eru vel fjármagnaðir. Svo verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Við höfum sem sagt farið yfir hvora niðurstöðuna sem gæti komið,“ sagði hann. Bankarnir séu undirbúnir Hversu mikið áfall gæti þetta verið verði þetta bönkunum ekki í hag? „Þú getur auðvitað kallað þetta áfall en þetta yrðu væntanlega gleðifréttir fyrir lánþeganna. Það hleypur auðvitað á milljörðum en þeir eru meðvitaðir um það og hafa gert ráð fyrir því að það gæti farið þannig. En eins og ég segi, ég held að það sé óvarlegt að tjá sig fyrr en dómur fellur.“ Vilt þú eitthvað spá fyrir um málið? „Nei.“ Mikilvægt að neytendur geti skilið skilmála Þá segir Daði Már að sama hvernig fari sé almennt mjög mikilvægt að þeir samningar sem neytendum eru boðnir, hvort sem það eru lánasamningar eða aðrir samningar, séu þannig að neytendur séu geti skilið þá. „Ég held að lærdómurinn sem við þurfum að draga sé að það sé mjög mikilvægt að lán sem eru á breytilegum vöxtum, að þeir breytilegu vextir séu skiljanlegir og að neytendur séu í aðstöðu til þess að meta hver kostnaðurinn er.“
Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13. október 2025 12:06 Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. 23. september 2025 13:02 Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. 13. febrúar 2025 16:30 Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. 13. febrúar 2025 15:03 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13. október 2025 12:06
Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. 23. september 2025 13:02
Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. 13. febrúar 2025 16:30
Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. 13. febrúar 2025 15:03