„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 27. mars 2025 21:43 Borche Ilievski er á leið í einvígi gegn Stjörnunni, sem hann þekkir svo vel. Vísir/Daníel ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram. „Mér líður æðislega. Þegar ég tók við þessu liði voru allir að tala um að ÍR er að fara falla, en við trúðum allir, ég og leikmennirnir. Allir trúðu að við myndum ná sæti í úrslitakeppninni.“ Sagði Borche „Hvern sem við fáum í fyrsta leik, þá ætlum að við að gera þann leik virkilega erfiðan fyrir andstæðinginn. Ég veit ekki akkúrat núna hver það verður en við ætlum að undirbúa okkur andlega og taktískt að spila besta leikinn sem við getum.“ Væntingarnar til ÍR fyrir tímabil voru mjög lágar og liðið var ekki á góðum stað í byrjun þess. Borche tók þá við liðinu og tókst að snúa genginu við. „Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum mínum. Þeir hafa trúað því frá byrjun að við gætum haldið okkur í deildinni. Ég sagði þeim að ég væri ekki kominn til þess að halda þeim upp í deild. Ég er hér til þess að komast í úrslitakeppni, og það gerðist.“ Stuðningsmenn ÍR hafa verið áberandi á tímabilinu og það var engin breyting á því í kvöld. Núna þegar liðið er komið í úrslitakeppni má jafnvel búast við enn meiri lætum í þeim á pöllunum í komandi leikjum. „Ghetto Hooligans (Stuðningsmannasveit ÍR) eru bestu stuðningsmenn landsins við vitum það. Þannig ég er að búast við því í úrslitakeppninni að fjöldinn muni tvöfaldast. Allt Breiðholtið mun koma með okkur. Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta.“ Sóknarleikur ÍR í kvöld var á köflum virkilega flottur og það er greinilegt að það er búið að vera vinna í miklu á æfingasvæðinu. „Ég hef verið að segja mönnum að hafa betra flæði á sókninni, deila boltanum og að leikmaðurinn sem er í besta færinu tekur skotið. Af og til vorum við ekki eins góðir og ég var að búast við, sérstaklega varnarlega. Við töluðum um það fyrir leik að Haukar er lið sem spilar hratt og eru mjög góðir í því.“ Sagði Borche „Í fyrsta leikhlutanum skoruðu þeir nokkar auðveldar körfur sem ég var ekki ánægður með. Við töluðum um það í leikhléunum og inn í klefa. Mér fannst við svo laga ýmislegt í þriðja leikhluta. Seinna meir þegar við vorum komnir með gott forskot, þá reyndum við að stjórna rytmanum í leiknum og að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri. Ég er ánægður með að allir fengu að vera með í kvöld.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
„Mér líður æðislega. Þegar ég tók við þessu liði voru allir að tala um að ÍR er að fara falla, en við trúðum allir, ég og leikmennirnir. Allir trúðu að við myndum ná sæti í úrslitakeppninni.“ Sagði Borche „Hvern sem við fáum í fyrsta leik, þá ætlum að við að gera þann leik virkilega erfiðan fyrir andstæðinginn. Ég veit ekki akkúrat núna hver það verður en við ætlum að undirbúa okkur andlega og taktískt að spila besta leikinn sem við getum.“ Væntingarnar til ÍR fyrir tímabil voru mjög lágar og liðið var ekki á góðum stað í byrjun þess. Borche tók þá við liðinu og tókst að snúa genginu við. „Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum mínum. Þeir hafa trúað því frá byrjun að við gætum haldið okkur í deildinni. Ég sagði þeim að ég væri ekki kominn til þess að halda þeim upp í deild. Ég er hér til þess að komast í úrslitakeppni, og það gerðist.“ Stuðningsmenn ÍR hafa verið áberandi á tímabilinu og það var engin breyting á því í kvöld. Núna þegar liðið er komið í úrslitakeppni má jafnvel búast við enn meiri lætum í þeim á pöllunum í komandi leikjum. „Ghetto Hooligans (Stuðningsmannasveit ÍR) eru bestu stuðningsmenn landsins við vitum það. Þannig ég er að búast við því í úrslitakeppninni að fjöldinn muni tvöfaldast. Allt Breiðholtið mun koma með okkur. Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta.“ Sóknarleikur ÍR í kvöld var á köflum virkilega flottur og það er greinilegt að það er búið að vera vinna í miklu á æfingasvæðinu. „Ég hef verið að segja mönnum að hafa betra flæði á sókninni, deila boltanum og að leikmaðurinn sem er í besta færinu tekur skotið. Af og til vorum við ekki eins góðir og ég var að búast við, sérstaklega varnarlega. Við töluðum um það fyrir leik að Haukar er lið sem spilar hratt og eru mjög góðir í því.“ Sagði Borche „Í fyrsta leikhlutanum skoruðu þeir nokkar auðveldar körfur sem ég var ekki ánægður með. Við töluðum um það í leikhléunum og inn í klefa. Mér fannst við svo laga ýmislegt í þriðja leikhluta. Seinna meir þegar við vorum komnir með gott forskot, þá reyndum við að stjórna rytmanum í leiknum og að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri. Ég er ánægður með að allir fengu að vera með í kvöld.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira