Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar