Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar 25. mars 2025 15:00 Lítið samfélag á eyju norður í hafi þarfnast seiglu og útsjónarsemi til að takast á við óvæntar áskoranir og komast af. Harðærið elur af sér hæfni til lausnaleitar, að hugsa út fyrir kassann með það fyrir augum að bæta smám saman líf og líðan fólks. Þannig er saga okkar vörðuð afrekum stórhuga fólks sem hefur komið viðamiklum breytingum til leiða og lagt grunninn að þeirri velferð sem við lifum við í dag. Stofnendur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra eru dæmi um slíka frumkvöðla sem létu sig málin varða, leituðu leiða til að bæta samfélagið og höfðu jafnframt drifkraft til að hrinda þeim í framkvæmd. Á þeim tíma sem félagasamtökin voru stofnuð geysaði skæð farsótt á Íslandi. Það var lömunarveikin sem lagðist af þungum krafti á fjölmörg börn og ungt fólk og hafði veruleg áhrif á hreyfifærni þess og starfsorku. Þarna í kringum 1950 var engin endurhæfing starfrækt á Íslandi, hjálpartæki voru af skornum skammti og samfélagið gerði að litlu leyti ráð fyrir fólki með hreyfihömlun eða aðrar skerðingar. Fötluð börn áttu erfitt með að komast í skóla og lítinn stuðning var að fá fyrir foreldra þeirra. Stofnendur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vildu breyta þessu og hófust handa við að safna fé og fá til liðs við sig fagmenntað fólk bæði hér heima og frá Norðurlöndunum. Það varð til þess að Æfingastöðin hóf starfsemi í þrílyftu íbúðarhúsnæði árið 1956 með sérhæfðu endurhæfingarteymi þar sem störfuðu meðal annars læknar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Í kjölfarið fór félagið einnig að bjóða fötluðum börnum uppá sumardvöl í Reykjadal í Mosfellsdal og starfrækti á tímabili bæði grunnskóla og leikskóla fyrir fötluð börn. Afl til jákvæðra breytinga Athafnasaga Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er orðin löng og farsæl. Stuðningur og þjónusta á vegum félagsins hefur í áranna rás haft bein áhrif á líf þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna en einnig á viðhorf í samfélaginu og ýtt undir breytingar á opinberri þjónustu. Frumkvöðlastarfsemi félagsins heldur sterk áfram inn í framtíðina og sífellt er unnið að nýjum verkefnum til að leysa nýjar áskoranir. Miðlun reynslu og þekkingar er einn af lykilþáttum félagsstarfsins ásamt því að standa fyrir fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu á Æfingastöðinni sem nú er staðsett á Háaleitisbraut 13. Enn fremur að bjóða uppá tómstundatækifæri fyrir börn og ungt fólk með fjölbreyttar áskoranir eða stuðningsþarfir undir merki Reykjadals sem á sér sérstakan stað í hugum margra. Markmiðið með öllu starfi á vegum félagsins er að efla samfélagsþátttöku barna og ungmenna og sérstaklega að styðja við tækifæri fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu og til að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni í daglegu lífi. Félagið leggur áherslu á að viðurkenna og fagna fjölbreytileika og halda á lofti með skýrum hætti réttindum barna, fjölskyldna og fatlaðs fólks. Tækifæri í stað takmarkana! Þessi markmið kunna að þykja mörgum sjálfsögð en staðreyndin er sú að þó margt hafi breyst til hins betra í samfélaginu á síðustu áratugum, er enn nokkuð langt í land þegar kemur að jöfnum mannréttindum, aðgengi að samfélaginu og tækifærum til þátttöku. Það eru enn ýmsir þröskuldar á vegi fatlaðs fólks, ekki einungis þessir efnislegu heldur einnig óáþreifanlegar hindranir sem leynast í okkar félagslega umhverfi og eru rótgrónar í menningunni, stjórnsýslunni og viðhorfi fólks. Með breyttum skilningi á fötlun er von til þess að útrýma þessum þröskuldum og misréttinu sem þeim fylgir. Skilningur þar sem athyglinni er beint að samspili margra ólíkra þátta einstaklingsins og umhverfisins sem hann býr við, í stað einhliða áherslu á læknisfræðilegan þátt fötlunar, endurspeglast til að mynda í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Slíkur skilningur kemur einnig fram í líkani Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um færni, fötlun og heilsu (ICF) og kallar óhjákvæmilega á nýja nálgun í þjónustu við fatlað fólk. Það þarf ekki endilega að „laga“ allt eða gera okkur öll „venjuleg“. Fólk má vera alls konar og gera hlutina á ólíkan hátt, en það er mikilvægt að hafa tækifæri til að eignast félaga, efla heilsuna og sjálfstæði sitt, þroska hæfileika sína og færni en umfram allt að nýta það sem í manni býr til að hafa gaman, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í þessu felst einmitt leiðarljós Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, að skapa tækifæri í stað þess að einblína á takmarkanir. Ert þú með hugmynd að nýju nafni? Um nokkurt skeið hefur staðið til að aðlaga nafn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að breyttum hugmyndum um fötlun og útvíkkaðri starfsemi félagsins. Við erum ekki lengur að glíma við mænuveikina en það eru ýmsar aðrar heilsutengdar áskoranir sem börn og ungt fólk tekst á við sem getur valdið skertri líkamlegri, vitrænni eða félagslegri færni og orðið til þess að þau mæta mismunun og félagslegum hindrunum. Tilgangur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er að styðja við þátttöku þessara barna og fjölskyldna þeirra. Félagið leitar nú að nýju nafni sem er einkennandi fyrir hlutverk þess en fangar um leið þann frumkvöðlakraft sem býr í kjarna félagsins. Sem rótgróin félagasamtök í þágu almannheilla og farsældar barna, er það félaginu mikilvægt að leita til fólksins í landinu sem hefur staðið þétt við bakið á því og sýnt starfsemi þess ómælda velvild í gegnum tíðina. Við sem störfum hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra höfum því opnað hugmyndabanka á vefsíðu félagsins www.slf.is og biðjum þig að leggja okkur lið í leitinni að nýju nafni. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Lítið samfélag á eyju norður í hafi þarfnast seiglu og útsjónarsemi til að takast á við óvæntar áskoranir og komast af. Harðærið elur af sér hæfni til lausnaleitar, að hugsa út fyrir kassann með það fyrir augum að bæta smám saman líf og líðan fólks. Þannig er saga okkar vörðuð afrekum stórhuga fólks sem hefur komið viðamiklum breytingum til leiða og lagt grunninn að þeirri velferð sem við lifum við í dag. Stofnendur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra eru dæmi um slíka frumkvöðla sem létu sig málin varða, leituðu leiða til að bæta samfélagið og höfðu jafnframt drifkraft til að hrinda þeim í framkvæmd. Á þeim tíma sem félagasamtökin voru stofnuð geysaði skæð farsótt á Íslandi. Það var lömunarveikin sem lagðist af þungum krafti á fjölmörg börn og ungt fólk og hafði veruleg áhrif á hreyfifærni þess og starfsorku. Þarna í kringum 1950 var engin endurhæfing starfrækt á Íslandi, hjálpartæki voru af skornum skammti og samfélagið gerði að litlu leyti ráð fyrir fólki með hreyfihömlun eða aðrar skerðingar. Fötluð börn áttu erfitt með að komast í skóla og lítinn stuðning var að fá fyrir foreldra þeirra. Stofnendur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vildu breyta þessu og hófust handa við að safna fé og fá til liðs við sig fagmenntað fólk bæði hér heima og frá Norðurlöndunum. Það varð til þess að Æfingastöðin hóf starfsemi í þrílyftu íbúðarhúsnæði árið 1956 með sérhæfðu endurhæfingarteymi þar sem störfuðu meðal annars læknar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Í kjölfarið fór félagið einnig að bjóða fötluðum börnum uppá sumardvöl í Reykjadal í Mosfellsdal og starfrækti á tímabili bæði grunnskóla og leikskóla fyrir fötluð börn. Afl til jákvæðra breytinga Athafnasaga Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er orðin löng og farsæl. Stuðningur og þjónusta á vegum félagsins hefur í áranna rás haft bein áhrif á líf þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna en einnig á viðhorf í samfélaginu og ýtt undir breytingar á opinberri þjónustu. Frumkvöðlastarfsemi félagsins heldur sterk áfram inn í framtíðina og sífellt er unnið að nýjum verkefnum til að leysa nýjar áskoranir. Miðlun reynslu og þekkingar er einn af lykilþáttum félagsstarfsins ásamt því að standa fyrir fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu á Æfingastöðinni sem nú er staðsett á Háaleitisbraut 13. Enn fremur að bjóða uppá tómstundatækifæri fyrir börn og ungt fólk með fjölbreyttar áskoranir eða stuðningsþarfir undir merki Reykjadals sem á sér sérstakan stað í hugum margra. Markmiðið með öllu starfi á vegum félagsins er að efla samfélagsþátttöku barna og ungmenna og sérstaklega að styðja við tækifæri fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu og til að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni í daglegu lífi. Félagið leggur áherslu á að viðurkenna og fagna fjölbreytileika og halda á lofti með skýrum hætti réttindum barna, fjölskyldna og fatlaðs fólks. Tækifæri í stað takmarkana! Þessi markmið kunna að þykja mörgum sjálfsögð en staðreyndin er sú að þó margt hafi breyst til hins betra í samfélaginu á síðustu áratugum, er enn nokkuð langt í land þegar kemur að jöfnum mannréttindum, aðgengi að samfélaginu og tækifærum til þátttöku. Það eru enn ýmsir þröskuldar á vegi fatlaðs fólks, ekki einungis þessir efnislegu heldur einnig óáþreifanlegar hindranir sem leynast í okkar félagslega umhverfi og eru rótgrónar í menningunni, stjórnsýslunni og viðhorfi fólks. Með breyttum skilningi á fötlun er von til þess að útrýma þessum þröskuldum og misréttinu sem þeim fylgir. Skilningur þar sem athyglinni er beint að samspili margra ólíkra þátta einstaklingsins og umhverfisins sem hann býr við, í stað einhliða áherslu á læknisfræðilegan þátt fötlunar, endurspeglast til að mynda í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Slíkur skilningur kemur einnig fram í líkani Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um færni, fötlun og heilsu (ICF) og kallar óhjákvæmilega á nýja nálgun í þjónustu við fatlað fólk. Það þarf ekki endilega að „laga“ allt eða gera okkur öll „venjuleg“. Fólk má vera alls konar og gera hlutina á ólíkan hátt, en það er mikilvægt að hafa tækifæri til að eignast félaga, efla heilsuna og sjálfstæði sitt, þroska hæfileika sína og færni en umfram allt að nýta það sem í manni býr til að hafa gaman, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í þessu felst einmitt leiðarljós Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, að skapa tækifæri í stað þess að einblína á takmarkanir. Ert þú með hugmynd að nýju nafni? Um nokkurt skeið hefur staðið til að aðlaga nafn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að breyttum hugmyndum um fötlun og útvíkkaðri starfsemi félagsins. Við erum ekki lengur að glíma við mænuveikina en það eru ýmsar aðrar heilsutengdar áskoranir sem börn og ungt fólk tekst á við sem getur valdið skertri líkamlegri, vitrænni eða félagslegri færni og orðið til þess að þau mæta mismunun og félagslegum hindrunum. Tilgangur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er að styðja við þátttöku þessara barna og fjölskyldna þeirra. Félagið leitar nú að nýju nafni sem er einkennandi fyrir hlutverk þess en fangar um leið þann frumkvöðlakraft sem býr í kjarna félagsins. Sem rótgróin félagasamtök í þágu almannheilla og farsældar barna, er það félaginu mikilvægt að leita til fólksins í landinu sem hefur staðið þétt við bakið á því og sýnt starfsemi þess ómælda velvild í gegnum tíðina. Við sem störfum hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra höfum því opnað hugmyndabanka á vefsíðu félagsins www.slf.is og biðjum þig að leggja okkur lið í leitinni að nýju nafni. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar