Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. mars 2025 14:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun