Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 15:56 Trump með mynd af F-47 í bakgrunni. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira