Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 15:56 Trump með mynd af F-47 í bakgrunni. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira