Boeing í basli með Starliner Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 15:32 Starlink var skotið til geimstöðvarinnar árið 2022 og stóð til að reyna að senda menn með geimfarinu í sumar. Það gekk ekki eftir og verður fyrst hægt að reyna aftur í mars á næsta ári. Getty/Paul Hennessy Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Fyrsta ómannaða ferðin var farin í maí í fyrra og stóð til að senda menn með geimfarinu í sumar. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Því var einnig frestað og verður ekki reynt fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári. SpaceX gerði einnig samning við NASA árið 2014 sem snerist einnig um að þróa geimfar. Sá samningur var fjörutíu prósentum minni en samningurinn við Boeing en þrátt fyrir það hefur geimfar SpaceX, sem kallast Crew Dragon, verið notað átta sinnum til að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og hefur þar að auki verið notað til einkageimferða. Í frétt Washington Post er haft eftir starfsmönnum NASA að það hvernig samningar geimvísindastofnuninnar voru gerðir á árum áður hafi mögulega leitt til þessa ástands hjá Boeing. Á árum áður, ef kostnaður vegna verkefna fór fram úr áætlunum, gátu forsvarsmenn fyrirtækjanna leitað til NASA og fengið þann kostnað greiddan. Því var breytt og í staðinn hafa fyrirtæki fengið ákveðnar upphæðir vegna samninga. Innan veggja NASA er þó vonast til þess að starfsmenn Boeing nái Starliner á strik, svo stofnunin verði ekki alfarið háð SpaceX og svo fleiri valkostir séu í boði. Mikil vandræði Fyrsta geimskot Starliner, í desember 2019, misheppnaðist vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar. Í sumar stóð svo til að senda tvo geimfara út í geim um borð í Starliner en nokkrum vikum fyrir geimskotið uppgötvuðust alvarlegir gallar á fallhlífum geimfarsins og eldfimt límband fannst um borð í því. Forsvarsmenn Boeing tilkynntu að þessir gallar yrðu rannsakaðir og svo tilkynntu forsvarsmenn NASA að þeir vildu óháða rannsókn á Starliner. Ars Technica sagði frá því í sumar að þrjár mismunandi rannsóknir beinist nú að Starliner. Framtíðin óljós John Shannon, sem varð í desember varaforstjóri Boeing Exploration Systems, sem heldur utan um þróun Starliner og önnur verkefni Boeing sem snúa að geimnum, sagði í viðtali við Washington Post að fyrirtækið myndi ekki gefast upp á þróun Starliner. Hann sagði að mikill kostnaður fyrirtækisins hefði þó reynst erfiður biti að kyngja. Þá sagði Shannon óljóst hvort Boeing myndi halda þróun og framleiðslu Starliner áfram til langs tíma. Það væri að miklu leyti vegna þess að einkamarkaðurinn væri ekki til staðar enn og ætlanir um geimstöðvar í einkaeigu væru óljósar. Of snemmt væri að taka í gikkinn og mynda góða áætlun fyrir Starliner til lengri tíma. SpaceX hefur þó gert fimm ferða samning við NASA, til viðbótar við upprunalega samninginn, og er sá samningur metinn á 1,4 milljarð dala. Þá hefur Crew Dragon verið notað til einnar einkageimferðar á vegum auðjöfursins Jared Isaacman. Hann hefur bókað þrjár ferðir til viðbótar. Crew Dragon hefur einnig verið notað til að ferja óbreytta borgara á vegum fyrirtækisins Axiom til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Boeing SpaceX Tengdar fréttir NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. 19. janúar 2023 22:22 Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. 6. desember 2022 12:18 Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Fyrsta ómannaða ferðin var farin í maí í fyrra og stóð til að senda menn með geimfarinu í sumar. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Því var einnig frestað og verður ekki reynt fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári. SpaceX gerði einnig samning við NASA árið 2014 sem snerist einnig um að þróa geimfar. Sá samningur var fjörutíu prósentum minni en samningurinn við Boeing en þrátt fyrir það hefur geimfar SpaceX, sem kallast Crew Dragon, verið notað átta sinnum til að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og hefur þar að auki verið notað til einkageimferða. Í frétt Washington Post er haft eftir starfsmönnum NASA að það hvernig samningar geimvísindastofnuninnar voru gerðir á árum áður hafi mögulega leitt til þessa ástands hjá Boeing. Á árum áður, ef kostnaður vegna verkefna fór fram úr áætlunum, gátu forsvarsmenn fyrirtækjanna leitað til NASA og fengið þann kostnað greiddan. Því var breytt og í staðinn hafa fyrirtæki fengið ákveðnar upphæðir vegna samninga. Innan veggja NASA er þó vonast til þess að starfsmenn Boeing nái Starliner á strik, svo stofnunin verði ekki alfarið háð SpaceX og svo fleiri valkostir séu í boði. Mikil vandræði Fyrsta geimskot Starliner, í desember 2019, misheppnaðist vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar. Í sumar stóð svo til að senda tvo geimfara út í geim um borð í Starliner en nokkrum vikum fyrir geimskotið uppgötvuðust alvarlegir gallar á fallhlífum geimfarsins og eldfimt límband fannst um borð í því. Forsvarsmenn Boeing tilkynntu að þessir gallar yrðu rannsakaðir og svo tilkynntu forsvarsmenn NASA að þeir vildu óháða rannsókn á Starliner. Ars Technica sagði frá því í sumar að þrjár mismunandi rannsóknir beinist nú að Starliner. Framtíðin óljós John Shannon, sem varð í desember varaforstjóri Boeing Exploration Systems, sem heldur utan um þróun Starliner og önnur verkefni Boeing sem snúa að geimnum, sagði í viðtali við Washington Post að fyrirtækið myndi ekki gefast upp á þróun Starliner. Hann sagði að mikill kostnaður fyrirtækisins hefði þó reynst erfiður biti að kyngja. Þá sagði Shannon óljóst hvort Boeing myndi halda þróun og framleiðslu Starliner áfram til langs tíma. Það væri að miklu leyti vegna þess að einkamarkaðurinn væri ekki til staðar enn og ætlanir um geimstöðvar í einkaeigu væru óljósar. Of snemmt væri að taka í gikkinn og mynda góða áætlun fyrir Starliner til lengri tíma. SpaceX hefur þó gert fimm ferða samning við NASA, til viðbótar við upprunalega samninginn, og er sá samningur metinn á 1,4 milljarð dala. Þá hefur Crew Dragon verið notað til einnar einkageimferðar á vegum auðjöfursins Jared Isaacman. Hann hefur bókað þrjár ferðir til viðbótar. Crew Dragon hefur einnig verið notað til að ferja óbreytta borgara á vegum fyrirtækisins Axiom til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Boeing SpaceX Tengdar fréttir NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. 19. janúar 2023 22:22 Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. 6. desember 2022 12:18 Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. 19. janúar 2023 22:22
Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. 6. desember 2022 12:18
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15