Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:17 „Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið. Full ástæða er til þess að taka undir þessi orð þeirra Jóns Péturs og Írisar Bjargar en ólíkt því sem fyrir þeim vakti geta orðin ekki talizt rök fyrir áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Þvert á móti. Við gerðumst þannig aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma samkvæmt gögnum frá Frontex, einkum á suður- og austurmörkum þess. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, lýsti því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Welt í janúar á síðasta ári að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Hefur hann lýst andstöðu sinni við aðgerðir til þess að styrkja ytri mörkin samkvæmt fréttinni. „Ekkert getur komið í veg fyrir að fólk fari yfir landamæri, engir veggir, engin girðing, ekkert haf, ekkert fljót,“ hefur blaðið eftir honum. Morgunblaðið hafði eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar á síðasta ári að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og ríkjum utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá sagði hann landamærin tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn þaðan í blaðinu 11. janúar sama ár sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Færa mætti gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa utan svæðisins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranirnar á innri landamærunum á meðan ytri mörkin væru miklu öruggari þar sem sinnt væri hefðbundnu landamæraeftirliti. Hafa má í huga í þeim efnum að beinlínis er innbyggt Schengen-regluverkið að hefðbundið landamæraeftirlit sé öruggara enda er þar að finna heimild til þess að taka tímabundið upp slíkt eftirlit sé mikil hætta talin á ferðum sem ýmis ríki hafa nýtt sér. Með aðildinni að Schengen var þeirri vörn sem felst í náttúrulegum landamærum landsins einfaldlega fórnað. Fullkominn forsendubrestur hefur í raun átt sér stað í þessum efnum. Þannig er ekki nóg með að ekki hafi tekizt að tryggja ytri mörk svæðisins heldur hefur yfirmaður Frontex beinlínis lýst því yfir að sú verði aldrei raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landamæri Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið. Full ástæða er til þess að taka undir þessi orð þeirra Jóns Péturs og Írisar Bjargar en ólíkt því sem fyrir þeim vakti geta orðin ekki talizt rök fyrir áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Þvert á móti. Við gerðumst þannig aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma samkvæmt gögnum frá Frontex, einkum á suður- og austurmörkum þess. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, lýsti því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Welt í janúar á síðasta ári að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Hefur hann lýst andstöðu sinni við aðgerðir til þess að styrkja ytri mörkin samkvæmt fréttinni. „Ekkert getur komið í veg fyrir að fólk fari yfir landamæri, engir veggir, engin girðing, ekkert haf, ekkert fljót,“ hefur blaðið eftir honum. Morgunblaðið hafði eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar á síðasta ári að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og ríkjum utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá sagði hann landamærin tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn þaðan í blaðinu 11. janúar sama ár sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Færa mætti gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa utan svæðisins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranirnar á innri landamærunum á meðan ytri mörkin væru miklu öruggari þar sem sinnt væri hefðbundnu landamæraeftirliti. Hafa má í huga í þeim efnum að beinlínis er innbyggt Schengen-regluverkið að hefðbundið landamæraeftirlit sé öruggara enda er þar að finna heimild til þess að taka tímabundið upp slíkt eftirlit sé mikil hætta talin á ferðum sem ýmis ríki hafa nýtt sér. Með aðildinni að Schengen var þeirri vörn sem felst í náttúrulegum landamærum landsins einfaldlega fórnað. Fullkominn forsendubrestur hefur í raun átt sér stað í þessum efnum. Þannig er ekki nóg með að ekki hafi tekizt að tryggja ytri mörk svæðisins heldur hefur yfirmaður Frontex beinlínis lýst því yfir að sú verði aldrei raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun