Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 18. mars 2025 21:02 Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun