„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. mars 2025 19:27 Einar Árni segir sínum konum til í leiknum í Smáranum í dag. Vísir/Anton Brink „Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum. „Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
„Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira