Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 15:06 Einar Þorsteinn Ólafsson í treyju Hamburg en hann mun skipta yfir ti félagsins í sumar. HSV Hamburg Landsliðsmaðurinn og varnarsérfræðingurinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur samið við þýska handknattleiksfélagið Hamburg um að koma í sumar frá danska félaginu Fredericia. Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira
Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti