Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson og Tina Paic skrifa 17. mars 2025 13:01 Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun