Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:20 Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun