Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun