Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 12:02 Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn? Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar? Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár? Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir? Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ? Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis. Framtíð Íslands – utan ESB Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna? Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn? Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar? Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár? Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir? Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ? Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis. Framtíð Íslands – utan ESB Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna? Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun