Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2025 08:01 Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun