„Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 07:31 Jónína Þórdís, leikmaður Ármanns, hefur lagt sitt á vogaskálarnar til þess að koma kvennaliði félagsins í körfubolta aftur á laggirnar. Nú er það búið að tryggja sér sæti í efstu deild Vísir/Sigurjón Ólason Fimm ár eru síðan að Jónína Þórdís Karlsdóttir endurvakti kvennalið Ármanns í körfubolta. Liðið hefur nú tryggt sér sæti í efstu deild frá og með næsta tímabili. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan liðið var þar síðast. Ármann hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í fyrstu deildinni á yfirstandandi tímabili og unnið alla leiki sína til þessa. Með sigri gegn B-liði Stjörnunnar á dögunum var sæti í efstu deild á næsta tímabili tryggt. „Þetta var náttúrulega bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikmaður liðsins um stundina þegar að sætið var tryggt. „Þetta hefur verið löng vegferð hjá okkur og ég held ég geti talað fyrir allt liðið þegar að ég segi að þetta hafi verið alveg stórkostleg stund.“ Bónus deildin bíður eftir kvennaliði Ármanns.Aðsend mynd Stóð á krossgötum Jónína hefur gegnt lykilhlutverki í endurvakningu kvennaliðsins hjá uppeldisfélaginu. Hugmynd sem kviknaði hjá henni þegar að hún stóð fimmtán ára gömul á krossgötum. „Ármann er mitt uppeldisfélag og þegar að ég vildi fara spila í meistaraflokki rak ég mig á það að það væri ekkert lið. Ég skipti því um félag til þess að fara spila í efstu deild, spilaði þar fyrir Val og Stjörnuna, en svo hætti ég í körfubolta sautján ára gömul, spilaði ekki í þrjú ár.“ Jónína fer síðan að þjálfa yngri flokka hjá Ármanni þar sem einn af núverandi leikmönnum meistaraflokksins, Auður Hreinsdóttir, viðraði áhyggjur sínar við hana því hún vildi ekki fara frá Ármanni til að spila í meistaraflokki. „Hún spyr mig um ráð. Á þessum tíma stóð ekki til hjá mér að fara spila aftur en ég segi við hana eiginlega án þess að hugsa „þú ert ekki að fara neitt, ég er að fara stofna meistaraflokkslið.“ Auður er nú frekar róleg týpa en varð svo svakalega spennt fyrir þessu að ég einhvern vegin gat ekki tekið þetta til baka. Ég fer því og ræði þetta við pabba og hann er til í þetta.“ „Pabbi ég er komin með tólf leikmenn“ Faðir Jónínu er Karl Guðlaugsson, núverandi þjálfari og formaður köruknattleiksdeildar Ármanns. „Ég fór að hugsa hvernig við gætum gert þetta. Ég átti þarna vinkonur úr yngri landsliðunum sem voru allar að spila í efstu deild. Ég vildi fá þær til okkar en með þær spilandi í efstu deild fannst þeim þetta svolítið klikkuð hugmynd. Ég tók því upp símann, hringdi í allar stelpur sem ég vissi að væru hættar í körfubolta og mér fannst skemmtilegar, kom svo til baka í stofuna tveimur tímum seinna og sagði „pabbi ég er komin með tólf leikmenn.“ Síðan eru liðin fimm ár og eftir veru í fyrstu deild er Ármann nú aftur búið að tryggja sér sæti í efstu deild. Sæti í Bónus deildinni fagnað Aðsend mynd „Þetta hafa verið stórkostleg ár. Þegar að þetta hófst fórum við af stað í einhverja þriggja ára geggjaða vegferð þar sem að þetta var í raun og veru bara eitthvað stemningslið. En þetta var bara svo skemmtilegt. Svo fyrir síðasta tímabil, þegar að við erum að fara inn í fjórða árið, fór maður að hugsa að það gæti verið gaman að gera eitthvað meira, reyna koma liðinu upp. Við fórum að ræða þetta okkar á milli ég, pabbi og þau sem koma að liðinu. Við fengum til okkar nýja leikmenn, settum okkur þetta markmið að reyna komast upp í efstu deild.“ „Var í raun búin að missa leikgleðina“ Ætlunarverkið tókst hins vegar ekki, var í raun langt frá því að takast þar sem að Ármann komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Jónína íhugaði að láta gott heita. „Ég var alveg gríðarlega svekkt, var eiginlega alveg í öngum mínum, af því að þarna fannst mér ég hafa misst þetta stemningslið sem við stelpurnar höfðum búið til á kostnað þess að við ætluðum að vera svo ógeðslega góðar og vinna deildina. Ég var í raun búin að missa leikgleðina, pældi í því að hætta en svo fór ég til pabba og sagðist vera til í eitt ár í viðbót ef við myndum setja í fimmta gír og fara alla leið. Jónína fann leikgleðina á ný og töfrar áttu sér stað. „Við stelpurnar náðum núna að setja saman þetta fullkomna lið sem við erum búnar að reyna setja saman mjög lengi. Bæði erum við með ótrúlega sterka leikmenn sem passa vel saman inn á vellinum og ekki síður félagslega og þá eru allir sáttir með sitt hlutverk í liðinu. Bæði vorum við með geggjað lið körfuboltalega séð og móralskt lega séð. Það var draumurinn einhvern veginn.“ Leikmenn Ármanns mynda fullkomna heild innan sem utan vallar.Aðsend mynd Og að gera þetta í samfloti með pabba sínum er sérstakt. „Allir sem þekkja mig vita að ég og pabbi eigum einstakt samband. Bæði hefur hann þjálfað mig í um tuttugu ár og svo á hann fyrirtæki þar sem að ég vann fyrir hann í átta ár. Við pabbi vinnum mjög vel saman.“ Rukkar vinkonur um loforð Framundan vera í Bónus deildinni þar sem að Jónína ætlar að innheimta loforð frá vinkonum sínum í efstu deild. „Við mætum rosalega vel stemmdar. Ég á nokkrar vinkonur sem eru búnar að lofa að koma til mín þegar að við loksins komum upp. Ég er náttúrulega lögfræðingur og mun rukka þær um þessi loforð. Við ætlum bara að byggja á okkar kjarna og styrkja okkur. Erum bara rosalega spennt fyrir því.“ Tímabilin 2020-2021 og 2021-2022 var Jónína valin besti leikmaður fyrstu deildarinnar, þá var hún framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar árin 2022-2023 og 2023-2024. Jafnframt hefur hún Hefur hún jafnframt verið valin í úrvalslið fyrstu deildar þrisvar sinnum. Yfir þetta fimm ára tímabil hefði Jónína hæglega geta spilað með liði í efstu deild en hjarta hennar slær með Ármanni. „Mér finnst náttúrulega gaman í körfubolta en það er ekkert leyndarmál að ég er svolítið að þessu fyrir félagið, hef mikla ástríðu fyrir því, finnst gaman að vinna með pabba og vil gefa til baka. Jú það hafa fullt af liðum reynt að stela mér en ég held að allir viti það og ég get alveg sagt að á meðan að pabbi minn er formaður í þessu félagi mun ég ekki skipta um lið.“ Bónus-deild kvenna Ármann Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
Ármann hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í fyrstu deildinni á yfirstandandi tímabili og unnið alla leiki sína til þessa. Með sigri gegn B-liði Stjörnunnar á dögunum var sæti í efstu deild á næsta tímabili tryggt. „Þetta var náttúrulega bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikmaður liðsins um stundina þegar að sætið var tryggt. „Þetta hefur verið löng vegferð hjá okkur og ég held ég geti talað fyrir allt liðið þegar að ég segi að þetta hafi verið alveg stórkostleg stund.“ Bónus deildin bíður eftir kvennaliði Ármanns.Aðsend mynd Stóð á krossgötum Jónína hefur gegnt lykilhlutverki í endurvakningu kvennaliðsins hjá uppeldisfélaginu. Hugmynd sem kviknaði hjá henni þegar að hún stóð fimmtán ára gömul á krossgötum. „Ármann er mitt uppeldisfélag og þegar að ég vildi fara spila í meistaraflokki rak ég mig á það að það væri ekkert lið. Ég skipti því um félag til þess að fara spila í efstu deild, spilaði þar fyrir Val og Stjörnuna, en svo hætti ég í körfubolta sautján ára gömul, spilaði ekki í þrjú ár.“ Jónína fer síðan að þjálfa yngri flokka hjá Ármanni þar sem einn af núverandi leikmönnum meistaraflokksins, Auður Hreinsdóttir, viðraði áhyggjur sínar við hana því hún vildi ekki fara frá Ármanni til að spila í meistaraflokki. „Hún spyr mig um ráð. Á þessum tíma stóð ekki til hjá mér að fara spila aftur en ég segi við hana eiginlega án þess að hugsa „þú ert ekki að fara neitt, ég er að fara stofna meistaraflokkslið.“ Auður er nú frekar róleg týpa en varð svo svakalega spennt fyrir þessu að ég einhvern vegin gat ekki tekið þetta til baka. Ég fer því og ræði þetta við pabba og hann er til í þetta.“ „Pabbi ég er komin með tólf leikmenn“ Faðir Jónínu er Karl Guðlaugsson, núverandi þjálfari og formaður köruknattleiksdeildar Ármanns. „Ég fór að hugsa hvernig við gætum gert þetta. Ég átti þarna vinkonur úr yngri landsliðunum sem voru allar að spila í efstu deild. Ég vildi fá þær til okkar en með þær spilandi í efstu deild fannst þeim þetta svolítið klikkuð hugmynd. Ég tók því upp símann, hringdi í allar stelpur sem ég vissi að væru hættar í körfubolta og mér fannst skemmtilegar, kom svo til baka í stofuna tveimur tímum seinna og sagði „pabbi ég er komin með tólf leikmenn.“ Síðan eru liðin fimm ár og eftir veru í fyrstu deild er Ármann nú aftur búið að tryggja sér sæti í efstu deild. Sæti í Bónus deildinni fagnað Aðsend mynd „Þetta hafa verið stórkostleg ár. Þegar að þetta hófst fórum við af stað í einhverja þriggja ára geggjaða vegferð þar sem að þetta var í raun og veru bara eitthvað stemningslið. En þetta var bara svo skemmtilegt. Svo fyrir síðasta tímabil, þegar að við erum að fara inn í fjórða árið, fór maður að hugsa að það gæti verið gaman að gera eitthvað meira, reyna koma liðinu upp. Við fórum að ræða þetta okkar á milli ég, pabbi og þau sem koma að liðinu. Við fengum til okkar nýja leikmenn, settum okkur þetta markmið að reyna komast upp í efstu deild.“ „Var í raun búin að missa leikgleðina“ Ætlunarverkið tókst hins vegar ekki, var í raun langt frá því að takast þar sem að Ármann komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Jónína íhugaði að láta gott heita. „Ég var alveg gríðarlega svekkt, var eiginlega alveg í öngum mínum, af því að þarna fannst mér ég hafa misst þetta stemningslið sem við stelpurnar höfðum búið til á kostnað þess að við ætluðum að vera svo ógeðslega góðar og vinna deildina. Ég var í raun búin að missa leikgleðina, pældi í því að hætta en svo fór ég til pabba og sagðist vera til í eitt ár í viðbót ef við myndum setja í fimmta gír og fara alla leið. Jónína fann leikgleðina á ný og töfrar áttu sér stað. „Við stelpurnar náðum núna að setja saman þetta fullkomna lið sem við erum búnar að reyna setja saman mjög lengi. Bæði erum við með ótrúlega sterka leikmenn sem passa vel saman inn á vellinum og ekki síður félagslega og þá eru allir sáttir með sitt hlutverk í liðinu. Bæði vorum við með geggjað lið körfuboltalega séð og móralskt lega séð. Það var draumurinn einhvern veginn.“ Leikmenn Ármanns mynda fullkomna heild innan sem utan vallar.Aðsend mynd Og að gera þetta í samfloti með pabba sínum er sérstakt. „Allir sem þekkja mig vita að ég og pabbi eigum einstakt samband. Bæði hefur hann þjálfað mig í um tuttugu ár og svo á hann fyrirtæki þar sem að ég vann fyrir hann í átta ár. Við pabbi vinnum mjög vel saman.“ Rukkar vinkonur um loforð Framundan vera í Bónus deildinni þar sem að Jónína ætlar að innheimta loforð frá vinkonum sínum í efstu deild. „Við mætum rosalega vel stemmdar. Ég á nokkrar vinkonur sem eru búnar að lofa að koma til mín þegar að við loksins komum upp. Ég er náttúrulega lögfræðingur og mun rukka þær um þessi loforð. Við ætlum bara að byggja á okkar kjarna og styrkja okkur. Erum bara rosalega spennt fyrir því.“ Tímabilin 2020-2021 og 2021-2022 var Jónína valin besti leikmaður fyrstu deildarinnar, þá var hún framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar árin 2022-2023 og 2023-2024. Jafnframt hefur hún Hefur hún jafnframt verið valin í úrvalslið fyrstu deildar þrisvar sinnum. Yfir þetta fimm ára tímabil hefði Jónína hæglega geta spilað með liði í efstu deild en hjarta hennar slær með Ármanni. „Mér finnst náttúrulega gaman í körfubolta en það er ekkert leyndarmál að ég er svolítið að þessu fyrir félagið, hef mikla ástríðu fyrir því, finnst gaman að vinna með pabba og vil gefa til baka. Jú það hafa fullt af liðum reynt að stela mér en ég held að allir viti það og ég get alveg sagt að á meðan að pabbi minn er formaður í þessu félagi mun ég ekki skipta um lið.“
Bónus-deild kvenna Ármann Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira