„Við erum of mistækir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 9. mars 2025 21:01 Mistökin fóru í Gunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Sjá meira
„Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Sjá meira