„Við erum of mistækir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 9. mars 2025 21:01 Mistökin fóru í Gunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira