Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. mars 2025 18:01 Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun