Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. mars 2025 18:01 Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun