Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 8. mars 2025 07:31 Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Jafnréttismál Þjóðkirkjan Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar