Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 12. mars 2025 09:00 Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun