Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 09:01 „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun