Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt? Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 7. mars 2025 10:32 Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Fjármál heimilisins Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun