Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt? Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 7. mars 2025 10:32 Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Fjármál heimilisins Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun