Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar 6. mars 2025 20:34 Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun