Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar 6. mars 2025 10:31 Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun