Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifa 4. mars 2025 17:31 Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar