Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. mars 2025 12:18 Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar