„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 07:32 Ísak Steinsson fær tækifærið til þess að spreita sig með íslenska landsliðinu í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM. Björgvin Páll situr eftir heima. Vísir/Samsett mynd Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira