Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 3. mars 2025 15:31 Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar