„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2025 18:26 Einar Jónsson íbygginn á svip á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik. „Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“ Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“
Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira