„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. febrúar 2025 22:33 Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Haukum með níu mörk. Vísir/Vilhelm Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld. „Það var frábær varnarleikur í seinni háfleik sem skilaði þessum sigri í höfn. Við settum í sjötta gír í seinni hálfleik og keyrðum yfir þær. Þær náðu að halda tempóinu niðri framan af leik en við þegar við náðum að auka hraðann í okkar aðgerðum þá sigldum við fram úr,“ sagði Elín Klara sem skoraði níu mörk í leiknum. „Við áttum í smá erfiðleikum með að þær spiluðu 7 á 6 í fyrri hálfeik og það hélt þeim inn í leiknum. Við náðum hins vegar að finna lausnir á því í hálfleik og lokuðum á það í seinni hálfleik. Heilt yfir bara flottur leikur og við erum komnar í úrslit sem er það sem öllu máli skiptir,“ sagði leikstjórnandinn enn fremur. Haukar er nýkomnir úr svekkelsi að detta út í átta liða úrslitum Evrópubikarsins. Elín Klara segir þá leiki bara hafa hjálpað Haukaliðinu: „Það er engin þreyta í leikmannahópnum eftir Evrópuleikinn. Sú reynsla að spila hörkuleik við mjög gott lið í þeirri keppni hjálpaði okkur bara frekar í þessu verkefni,“ sagði hún um stöðuna á Haukaliðinu. „Mér líst bara mjög vel á að mæta Fram. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir að spila við eitt af bestu liðum landsins þar sem allt er undir. Við mætum dýrvitlausar til leiks og það er gott að við munum taka á móti þeim hér að Ásvöllum,“ segir Elín Klara um úrslitaleikinn við Fram sem fram fer á laugardaginn kemur. Powerade-bikarinn Haukar Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
„Það var frábær varnarleikur í seinni háfleik sem skilaði þessum sigri í höfn. Við settum í sjötta gír í seinni hálfleik og keyrðum yfir þær. Þær náðu að halda tempóinu niðri framan af leik en við þegar við náðum að auka hraðann í okkar aðgerðum þá sigldum við fram úr,“ sagði Elín Klara sem skoraði níu mörk í leiknum. „Við áttum í smá erfiðleikum með að þær spiluðu 7 á 6 í fyrri hálfeik og það hélt þeim inn í leiknum. Við náðum hins vegar að finna lausnir á því í hálfleik og lokuðum á það í seinni hálfleik. Heilt yfir bara flottur leikur og við erum komnar í úrslit sem er það sem öllu máli skiptir,“ sagði leikstjórnandinn enn fremur. Haukar er nýkomnir úr svekkelsi að detta út í átta liða úrslitum Evrópubikarsins. Elín Klara segir þá leiki bara hafa hjálpað Haukaliðinu: „Það er engin þreyta í leikmannahópnum eftir Evrópuleikinn. Sú reynsla að spila hörkuleik við mjög gott lið í þeirri keppni hjálpaði okkur bara frekar í þessu verkefni,“ sagði hún um stöðuna á Haukaliðinu. „Mér líst bara mjög vel á að mæta Fram. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir að spila við eitt af bestu liðum landsins þar sem allt er undir. Við mætum dýrvitlausar til leiks og það er gott að við munum taka á móti þeim hér að Ásvöllum,“ segir Elín Klara um úrslitaleikinn við Fram sem fram fer á laugardaginn kemur.
Powerade-bikarinn Haukar Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira