Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:32 Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar