Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 12:16 Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Félagasamtök Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun