Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 13:17 Fjárhagskerfi eru hjartað í rekstri fyrirtækja og gegna lykilhlutverki í að halda utan um fjármál, sölu og innkaup ásamt því að veita stjórnendum mikilvæga innsýn í reksturinn. Kannanir sýna að í 70% tilfella ná innleiðingar nýrra fjárhagskerfa ekki tilætluðum árangri og allt of oft fer kostnaður og tímarammi fram úr áætlun. Eðlilega gera slíkar niðurstöður stjórnendur tortryggna gagnvart því að ráðast í það umfangsmikla verkefni að innleiða nýtt fjárhagskerfi. En til þess að geta fylgt hröðum tæknibreytingum og leyft rekstrinum að njóta góðs af, eru útskiptin oft ekki bara þarfaþing heldur lífsnauðsynleg framtíðarmöguleikum fyrirtækja til vaxtar. Þegar vel er staðið að innleiðingu getur hún nefnilega skilað fyrirtækjum miklum ávinningi og aukinni skilvirkni til langs tíma litið. Úrelt fjárhagskerfi er áhættuþáttur Nú eru tæknibreytingar hraðari en nokkru sinni fyrr og fyrirtæki sitja uppi með fjárhagskerfi sem hafa ekki verið uppfærð í áratug eða jafnvel meira. Oft gera stjórnendur sér ekki grein fyrir því að kerfi af þessum toga hamla rekstrarlegum vexti. Gamlar sérsmíðaðar lausnir eru viðhaldsfrekar, handvirkir ferlar auka líkur á villum og skortur á samþættingum við önnur kerfi dregur úr skilvirkni. Þetta leiðir til þess að mikilvægar rekstrarupplýsingar liggja jafnvel ekki fyrir í rauntíma og ákvarðanataka verður ekki eins markviss. Fjármálastjórakönnun Deloitte frá 2024 sem lögð var fyrir 1300 fjármálastjóra á Íslandi og í Evrópu sýndi að 66% aðspurðra ætluðu að leggja áherslu á að lækka rekstrarkostnað á næstu 12 mánuðum og helmingur ætlaði að einblína á stafrænar lausnir. Þetta undirstrikar þörf á nútímalegum og sveigjanlegum lausnum sem lækka ekki aðeins kostnað heldur bæta einnig yfirsýn og skilvirkni. Góður undirbúningur er gulls ígíldi Innleiðing nýs fjárhagskerfis er ekki aðeins tæknileg uppfærsla heldur stefnumótandi ákvörðun sem getur haft veruleg áhrif á rekstur og framtíð fyrirtækisins. En hvernig er best að tryggja farsæla innleiðingu? Formúlan er kannski ekki einföld en stutta svarið er nákvæmur undirbúningur, skýr markmið og stefna. Til að lágmarka áhættu þarf að gera almennilega þarfagreiningu áður en farið er af stað í innleiðingu. Stjórnendur geta þá skilgreint vel hvað þau vilja fá út úr uppfærslunni, og einnig gefst þá tækifæri til að draga mikilvægar kröfur notenda og tæknideildar til nýs kerfis fram í dagsljósið. Þegar þetta er gert er hægt að koma í veg fyrir aukakostnað tengdum seinkunum tengdum þriðja aðila, ranglega uppsettum kerfum, gölluðum gögnum, lélegum skýrslum og svona mætti lengi telja. Í upphafi skyldi endinn skoða. Pössum upp á lykilstarfsmenn Eins og áður sagði er uppfærsla á fjárhagskerfi ekki eingöngu tæknilegt verkefni – þvert á móti. Lykilstarfsmenn leika mjög mikilvægt hlutverk í innleiðingaferlinu því þau þurfa að skilgreina þarfir sínar, hreinsa gögn, framkvæma prófanir og hjálpa öðrum minna reyndum notendum þegar kerfið er farið í loftið. Það er því mikilvægt fyrir stjórnendur að gera það sem í þeirra valdi stendur til að létta undir með þessum starfsmönnum, til dæmis með því að ráða til sín tímabundna aðstoð í bókhaldi eða verkefnastjóra sem drífur innleiðinguna áfram. Innleiðing fjárhagskerfis er stórt verkefni, og ekki alltaf hægt að ætlast til að lykilstarfsmenn geti tekið slík verkefni að sér ofan á sín daglegu störf. Augljós ávinningur Þegar fjárhagskerfi er innleitt á skipulagðan hátt með skýrum markmiðum, réttum undirbúningi og ríkulegri aðkomu lykilstarfsmanna hefur það verulega jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Skilvirkni eykst, handvirkum ferlum fækkar og gæði gagna batna, sem skilar sér í betri ákvarðanatöku og rekstrarlegum stöðugleika. Með réttri beitingu tækni og sjálfvirknivæðingu getur starfsfólk nýtt tíma sinn betur og beint sjónum sínum að stefnumótandi verkefnum frekar en tímafrekri gagnavinnslu. Það er því ljóst að vel skipulögð innleiðing nýs fjárhagskerfis er fjárfesting sem borgar sig. Fyrirtæki sem nálgast þetta verkefni af fagmennsku og stefnumótandi sýn skapa sér betri rekstrarskilyrði og styrkari grunn fyrir framtíðarvöxt. Höfundur er verkefnastjóri í Tækniráðgjöf Deloitte. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fjárhagskerfi eru hjartað í rekstri fyrirtækja og gegna lykilhlutverki í að halda utan um fjármál, sölu og innkaup ásamt því að veita stjórnendum mikilvæga innsýn í reksturinn. Kannanir sýna að í 70% tilfella ná innleiðingar nýrra fjárhagskerfa ekki tilætluðum árangri og allt of oft fer kostnaður og tímarammi fram úr áætlun. Eðlilega gera slíkar niðurstöður stjórnendur tortryggna gagnvart því að ráðast í það umfangsmikla verkefni að innleiða nýtt fjárhagskerfi. En til þess að geta fylgt hröðum tæknibreytingum og leyft rekstrinum að njóta góðs af, eru útskiptin oft ekki bara þarfaþing heldur lífsnauðsynleg framtíðarmöguleikum fyrirtækja til vaxtar. Þegar vel er staðið að innleiðingu getur hún nefnilega skilað fyrirtækjum miklum ávinningi og aukinni skilvirkni til langs tíma litið. Úrelt fjárhagskerfi er áhættuþáttur Nú eru tæknibreytingar hraðari en nokkru sinni fyrr og fyrirtæki sitja uppi með fjárhagskerfi sem hafa ekki verið uppfærð í áratug eða jafnvel meira. Oft gera stjórnendur sér ekki grein fyrir því að kerfi af þessum toga hamla rekstrarlegum vexti. Gamlar sérsmíðaðar lausnir eru viðhaldsfrekar, handvirkir ferlar auka líkur á villum og skortur á samþættingum við önnur kerfi dregur úr skilvirkni. Þetta leiðir til þess að mikilvægar rekstrarupplýsingar liggja jafnvel ekki fyrir í rauntíma og ákvarðanataka verður ekki eins markviss. Fjármálastjórakönnun Deloitte frá 2024 sem lögð var fyrir 1300 fjármálastjóra á Íslandi og í Evrópu sýndi að 66% aðspurðra ætluðu að leggja áherslu á að lækka rekstrarkostnað á næstu 12 mánuðum og helmingur ætlaði að einblína á stafrænar lausnir. Þetta undirstrikar þörf á nútímalegum og sveigjanlegum lausnum sem lækka ekki aðeins kostnað heldur bæta einnig yfirsýn og skilvirkni. Góður undirbúningur er gulls ígíldi Innleiðing nýs fjárhagskerfis er ekki aðeins tæknileg uppfærsla heldur stefnumótandi ákvörðun sem getur haft veruleg áhrif á rekstur og framtíð fyrirtækisins. En hvernig er best að tryggja farsæla innleiðingu? Formúlan er kannski ekki einföld en stutta svarið er nákvæmur undirbúningur, skýr markmið og stefna. Til að lágmarka áhættu þarf að gera almennilega þarfagreiningu áður en farið er af stað í innleiðingu. Stjórnendur geta þá skilgreint vel hvað þau vilja fá út úr uppfærslunni, og einnig gefst þá tækifæri til að draga mikilvægar kröfur notenda og tæknideildar til nýs kerfis fram í dagsljósið. Þegar þetta er gert er hægt að koma í veg fyrir aukakostnað tengdum seinkunum tengdum þriðja aðila, ranglega uppsettum kerfum, gölluðum gögnum, lélegum skýrslum og svona mætti lengi telja. Í upphafi skyldi endinn skoða. Pössum upp á lykilstarfsmenn Eins og áður sagði er uppfærsla á fjárhagskerfi ekki eingöngu tæknilegt verkefni – þvert á móti. Lykilstarfsmenn leika mjög mikilvægt hlutverk í innleiðingaferlinu því þau þurfa að skilgreina þarfir sínar, hreinsa gögn, framkvæma prófanir og hjálpa öðrum minna reyndum notendum þegar kerfið er farið í loftið. Það er því mikilvægt fyrir stjórnendur að gera það sem í þeirra valdi stendur til að létta undir með þessum starfsmönnum, til dæmis með því að ráða til sín tímabundna aðstoð í bókhaldi eða verkefnastjóra sem drífur innleiðinguna áfram. Innleiðing fjárhagskerfis er stórt verkefni, og ekki alltaf hægt að ætlast til að lykilstarfsmenn geti tekið slík verkefni að sér ofan á sín daglegu störf. Augljós ávinningur Þegar fjárhagskerfi er innleitt á skipulagðan hátt með skýrum markmiðum, réttum undirbúningi og ríkulegri aðkomu lykilstarfsmanna hefur það verulega jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Skilvirkni eykst, handvirkum ferlum fækkar og gæði gagna batna, sem skilar sér í betri ákvarðanatöku og rekstrarlegum stöðugleika. Með réttri beitingu tækni og sjálfvirknivæðingu getur starfsfólk nýtt tíma sinn betur og beint sjónum sínum að stefnumótandi verkefnum frekar en tímafrekri gagnavinnslu. Það er því ljóst að vel skipulögð innleiðing nýs fjárhagskerfis er fjárfesting sem borgar sig. Fyrirtæki sem nálgast þetta verkefni af fagmennsku og stefnumótandi sýn skapa sér betri rekstrarskilyrði og styrkari grunn fyrir framtíðarvöxt. Höfundur er verkefnastjóri í Tækniráðgjöf Deloitte.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun