Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 18:32 Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar