„Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 10:01 Feðgarnir Sigursteinn Arndal og Brynjar Narfi Arndal sjást hér saman í Kaplakrikanum þar sem þeir hafa eytt svo miklum tíma saman. Vísir/Ívar Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að stíga á parketið í efstu deild í handbolta. Brynjar Narfi Arndal er aðeins fjórtán ára og stefnir alla leið í sportinu. Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. FH Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Sjá meira
Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
FH Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Sjá meira