Slagur um stól formanns KKÍ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 17:08 Kjartan Freyr Ásmundsson er í dag formaður Íslensks toppkörfubolta. Vísir/Bjarni Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu. Guðbjörg Norðfjörð hættir sem formaður KKÍ á komandi ársþingi, sem fram fer 15. mars, en hún tók við af Hannesi S. Jónssyni á miðju kjörtímabili þegar hann steig að fullu yfir í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Fresturinn til þess að bjóða sig fram til formanns rennur út á miðnætti í kvöld. Það er því ekki alveg hægt að útiloka að fleiri bjóði sig fram en allt útlit er fyrir að formannsslagurinn verði á milli Kjartans og Kristins Albertssonar sem einnig hefur boðið sig fram. Í tilkynningu frá Kjartani í dag segir að hann búi yfir gríðarmikilli reynslu af starfi í stjórnun sem sem starfsmaður, foreldri og sjálfboðaliði innan íþróttahreyfingarinnar og eins í körfubolta og öðrum íþróttum. Hann var um hríð meðal annars formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. EIns og fyrr segir er Kjartan í dag formaður Íslensks toppkörfubolta en það eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna. Kjartan segist í tilkynningu leggja helst áherslu á að efla enn frekar íslenskan körfubolta og þar séu fjölmörg tækifæri og áskoranir. Kjartan telur að íslenskur körfubolti sé um margt á réttri leið en leggja þurfi á næstu árum sérstaka áherslu á aukna tekjuöflun félaga og KKÍ, nútímavæða allt starfið með nokkurs konar gæða- og leyfiskerfi, eins og hann orðar það, ásamt því að hlúa að undirstöðum í barna- og unglingastarfi. Auk kjörs um formann verður kosið um fjóra nýja stjórnarmenn á ársþinginu sem eins og fyrr segir verður haldið þann 15. mars. KKÍ Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Guðbjörg Norðfjörð hættir sem formaður KKÍ á komandi ársþingi, sem fram fer 15. mars, en hún tók við af Hannesi S. Jónssyni á miðju kjörtímabili þegar hann steig að fullu yfir í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Fresturinn til þess að bjóða sig fram til formanns rennur út á miðnætti í kvöld. Það er því ekki alveg hægt að útiloka að fleiri bjóði sig fram en allt útlit er fyrir að formannsslagurinn verði á milli Kjartans og Kristins Albertssonar sem einnig hefur boðið sig fram. Í tilkynningu frá Kjartani í dag segir að hann búi yfir gríðarmikilli reynslu af starfi í stjórnun sem sem starfsmaður, foreldri og sjálfboðaliði innan íþróttahreyfingarinnar og eins í körfubolta og öðrum íþróttum. Hann var um hríð meðal annars formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. EIns og fyrr segir er Kjartan í dag formaður Íslensks toppkörfubolta en það eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna. Kjartan segist í tilkynningu leggja helst áherslu á að efla enn frekar íslenskan körfubolta og þar séu fjölmörg tækifæri og áskoranir. Kjartan telur að íslenskur körfubolti sé um margt á réttri leið en leggja þurfi á næstu árum sérstaka áherslu á aukna tekjuöflun félaga og KKÍ, nútímavæða allt starfið með nokkurs konar gæða- og leyfiskerfi, eins og hann orðar það, ásamt því að hlúa að undirstöðum í barna- og unglingastarfi. Auk kjörs um formann verður kosið um fjóra nýja stjórnarmenn á ársþinginu sem eins og fyrr segir verður haldið þann 15. mars.
KKÍ Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira