Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun