Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:59 Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Byggingariðnaður Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun