Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar 18. febrúar 2025 21:33 Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun