Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar 18. febrúar 2025 17:00 Ég viðurkenni hér í upphafi að þessi fyrirsögn er klikkbeita, en samt ekki. Ísland stendur frammi fyrir tvenns konar vanda. Annars vegar er vegakerfið hrunið og hins vegar ber okkur að auka fé til öryggis og varnarmála umtalsvert. Innviðir eru öryggis og varnarmál að einhverju leiti og hér er tækifæri til að slá tvær flugur með einu höggi. Framlög til öryggis og varnarmála ættu að vera 5% af vergri þjóðarframleiðslu samkvæmt forseta Bandaríkjanna. Það væru ríflega 200 milljarðar, við myndum standa okkur þjóða best og gætum greitt upp innviðaskuldina á kjörtímabilinu. Framlög okkar til öryggis og varnarmála eru um 5 milljarðar auk þess sem Landhelgisgæslan sinnir mikilvægu hlutverki og það kostar nokkra milljarða að auki. Það er alveg ljóst að okkur ber að setja meira fé í öryggismál og næsta víst að við munum gera það, þó ólíklegt sé að við hlýðum ráðgjöf Trump að fullu. Ég er sannfærður um það að við gætum náð samkomulagi við NATO um það að besta nýting fjármuna í öryggis og varnarmál hér á landi sé styrking og endurbætur á samgöngukerfi landsins, því ekki þolir vegakerfið þungaflutninga lengur. Það er til lítils fyrir varnir landsins ef ekki er hægt að ferðast um landið. Samgöngumál eru öryggis og varnamál. Við gætum mögulega slegið tvær flugur í einu höggi og notað nokkra milljarða árlega tvisvar sinnum, bætt vegakerfið og aukið fé til varnar og öryggismála. Er það ekki góð nýting fjármuna? Það finnst mér. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Jón Ingi Hákonarson Vegagerð Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég viðurkenni hér í upphafi að þessi fyrirsögn er klikkbeita, en samt ekki. Ísland stendur frammi fyrir tvenns konar vanda. Annars vegar er vegakerfið hrunið og hins vegar ber okkur að auka fé til öryggis og varnarmála umtalsvert. Innviðir eru öryggis og varnarmál að einhverju leiti og hér er tækifæri til að slá tvær flugur með einu höggi. Framlög til öryggis og varnarmála ættu að vera 5% af vergri þjóðarframleiðslu samkvæmt forseta Bandaríkjanna. Það væru ríflega 200 milljarðar, við myndum standa okkur þjóða best og gætum greitt upp innviðaskuldina á kjörtímabilinu. Framlög okkar til öryggis og varnarmála eru um 5 milljarðar auk þess sem Landhelgisgæslan sinnir mikilvægu hlutverki og það kostar nokkra milljarða að auki. Það er alveg ljóst að okkur ber að setja meira fé í öryggismál og næsta víst að við munum gera það, þó ólíklegt sé að við hlýðum ráðgjöf Trump að fullu. Ég er sannfærður um það að við gætum náð samkomulagi við NATO um það að besta nýting fjármuna í öryggis og varnarmál hér á landi sé styrking og endurbætur á samgöngukerfi landsins, því ekki þolir vegakerfið þungaflutninga lengur. Það er til lítils fyrir varnir landsins ef ekki er hægt að ferðast um landið. Samgöngumál eru öryggis og varnamál. Við gætum mögulega slegið tvær flugur í einu höggi og notað nokkra milljarða árlega tvisvar sinnum, bætt vegakerfið og aukið fé til varnar og öryggismála. Er það ekki góð nýting fjármuna? Það finnst mér. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar